mánudagurinn 10. október 2011

Leikskólaheimsókn

Börn frá Hulduheimum í heimsókn á slökkvistöðina
Börn frá Hulduheimum í heimsókn á slökkvistöðina
1 af 2
Alltaf er gaman þegar unga fólkið hemur í heimsókn á slökkvistöðina.
Um daginn komu börn frá leikskólanum Hulduheimum á Selfossi.
Með hópnum kom Inga Birna Pálsdóttir, leikskólakennari og hitti hópurinn fyrir Viðar Arason, slökkviliðs- og sjúkraflutningsmann, sem sýndi þeim búnað og bíla.  Þessi tvö skötuhjú eru reyndar hjón, giftu sig í sumar. S.s. þarna komu þau saman út frá sitthvorum vinnustaðnum og sameinuðu krafta sína við að upplýsa fólk framtíðarinnar um mikilvægi neyðarþjónustunnar.