Unna Björg Ögmundsdóttir fimmtudagurinn 26. júní 2014

Líf og fjör í Björgunarmiðstöðinni

Þessir hressu krakkar komu við hjá okkur í Björgunarmiðstöðinni í morgun til að fá að taka af sér "frumlega hópmynd" í tengslum við ljósmyndaratleik sem þau voru í. Þau skemmtu sér konunglega en ekki fylgir sögunni hvort þeirra mynd hafi verið valin frumlegust.