sunnudagurinn 22. mars 2009

Loftbankakerra endursmíðuð

Loftbankakerra slökkviliða endursmíðuð
Loftbankakerra slökkviliða endursmíðuð
1 af 10
Loftbankakerra endursmíðuð

Loftbankakerra slökkbviliða á Suðurlandi hefur verið endursmíðuð eftir óhapp sem varð þegar hún losnaði, á dögunum, aftan úr dráttarbíl sem var að flytja kerruna frá Versmannaeyjum til Hellu.
Kerran var á einni hásingu og vóg u.þ.b. 1200 kg. Erfitt var að hemja kerruna aftan í bíl, fyrir utan það var allur frágangur á búnaði ábótavannt.

Eftir endurbætur, sem Víkurvagnar ehf unnu (Víkurvagnar smíðuðu ekki upphaflegu kerruna) er hún komin á tvöfalda hásingu, með öflugra dráttarbeisli og 500 kg. loftbankabúnaður hefur allur verið styrktur til muna.
Kerran vegur nú 1400 kg. (frístandandi) en 1350 þegar hún er fest í bíl.
Þannig að aðeins 50 kg. hvíla á dráttarbílnum.
Yfirbygging hefur öll verið styrkt og betri læsingar eru á hurðum.
Mun auðveldar er að draga kerruna eftir breytinguna sem eykur öryggi þeirra til muna sem sjá um að flytja hana milli staða.

Stutt saga:
Þegar ríkisvaldið færði verkefni eiturefnaviðbúnaðar, árið 2004, yfir til sveitarfélaga landsins fylgdi því verkefni 100 milljónir króna sem deila skildi milli slökkviliða landsins sem voru þá 52 talsins.
Brunamálastofnun hafði það verkefni á sinni könnu og valdi þá leiða að kalla slökkviliðsstjóra landsins á sinn fund og ráðfærðu starfsmenn BR sig við þá um útdeilingu fjarsins. Niðurstaðan varð sú að keyptar skyldu kerrur sem innihéldu búnað til upphreinsunnar á eiturefnum og loftbankakerrur fyrir áfyllingu reykköfunartækja.

Hvert landshólf fékk ákveðin fjölda af kerrum sem slökkvilið í hverju hólfi skildu eiga og nota saman.
Slökkvilið á Suðurlandi, Brunavarnir Árnessýslu, Slökkvilið Hrunamannahrepps, Slökkvilið Hveragerðis, Slökkvilið Ölfus, Brunavarnir Rangárvallasýslu, Brunavarnir Mýrdalshrepps, Slökkvilið Skaftárhrepps og Slökkvilið Vestmannaeyja fengu tvær eiturefnakerrur og eina loftbankakerru.
Ein eiturefnakerra er staðsett í Vestmannaeyjum, en hin eiturefnakerran og loftbankakerran eru staðsettar hjá Slökkviliðinu á Hellu. Þaðan eru síðan kerrurnar fluttar til slökkviliðanna þegar þurfa þykir. Hvort sem um æfingar er að ræða eða til að þjóna sem aukabúnaður ef um stærri áföll er að ræða á hverjum stað.