mánudagurinn 26. september 2011

Loftlagsmælingar í Sigölduvirkjun

Við hér hjá Brunavörnum Árnessýslu fengum beiðni frá forráðamönnum Sigölduvirkjunnar að framkvæma loftmælingu í gömlum aðrenslisgöngum sem lengi hafa staðið án þess að mannaferðir hafa verið um þau.
Til stendur að koma þessum göngum í not.
Tveir menn, Þorsteinn Hoffritz og Halldór Ásgeirsson fóru á staðinn og klifruðu niður stiga ofaní göngin.
Þeir voru  klifjaðir reykköfunartækjum og áttu því ekki á hættu að skaðast þótt loftið í göngunum væri ekki ætlað mönnum.
Þeir höfðu meðferðis mæla sem gáfu til kynna að loftið í göngunum var hættulaust.
Engin mannaferð hefur verið um göngin frá byggingu þeirra og því var afar fróðlegt að skoða allt það dót sem hafði orðið eftir þegar verktakar yfirgáfu göngin.
Einhver grallari hafði hent niður samfesting af manni og troðið han út af tuskum þannig að hann leit út eins og um væri að ræða búk af manni. Haukfrá augu slökkviliðsmannana sáu starx að um trikk var að ræða og létu sér hvergi bregða.
Myndir: Teknar af slökkviliðsmönnum.