þriðjudagurinn 4. apríl 2017

Logaði upp úr reykröri

Slökkviliðsmenn fóru upp á svalir til að komast að reykrörinu
Slökkviliðsmenn fóru upp á svalir til að komast að reykrörinu
1 af 4

 

Það var nóg að gera hjá Brunavörnum Árnessýslu og öðrum viðbragðsaðilum Árnessýslu um nýliðna helgi.

Síðar sama dag og eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Selfossi, stóðu logar upp úr reykröri á Kaffi Krús. Reykrörið er frá eldofni sem er notaður til að eldbaka pizzur. Logarnir náðu í þakskegg hússins og vegg en vegna frábærra viðbragða starfsfólks og gesta þá tókst að slá á eldinn með fjórum slökkvitækjum.

...

Segja má að Brunavarnir Árnessýslu hafð brugðist hratt við, slökkviliðsmenn voru komnir rétt um 90 sekúndum eftir að útkallið kom. Það skýrist af hluta af því að margir af mönnum Brunavarna Árnessýslu eru einnig starfandi hjá sjúkraflutningum HSU, tveir af þeim voru á vakt í þetta skiptið og gátu því mannað dælubílinn. Brunavarnir Árnessýslu eru með líkamsræktaraðstöðu í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi og það er gaman að segja frá því að þriðji maðurinn sem mannaði dælubílinn var að æfa þar. Fljótlega dreif að fleiri slökkviliðsmenn frá BÁ sem mönnuðu fleiri tæki BÁ, til að mynda körfubílinn.

Þegar slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu komu á vettvang fór tími þeirra í að slökkva í glæðum og gera gat á veggi og loft til að tryggja að ekki leyndist glóð sem gæti kveikt aftur í. Það er þannig með gömul timburhús að glóð getur leynst í veggjum eða einangrun.

Enn og aftur komu innrauðu myndavélarnar okkar að góðum notum þar sem að við getum staðfest betur hvar hiti leynist í veggjum og getum því takmarkað rif og skemmdir á húsinu. Þegar að starfi var lokið voru tveir slökkviliðsmenn á vakt í tvær klukkustundir til að tryggja að ekki væri hætta á að eldur myndi taka sig upp aftur.