Eftirfarandi umfjölun verður í Dagskránni n.k. fimmtudag

Slökkviliðsmönnum hjá Brunavörnum Árnessýslu var heldur betur komið á óvart um daginn þegar Svala Þrastardóttir, slökkviliðsmaður rogaðist inn á kaffistofu slökkviliðsins á Selfossi með tvo stóra kassa. Kassarnir höfðu að geyma 75 kaffibolla með merki BÁ og númeri hvers slökkviliðsmanns í liðinu. Svala og eiginmaður hennar gáfu slökkviliðsmönnum þessar krúsir og áttu hugmyndina af merkingu þeirra.
"Jú okkur hlýnaði verulega í hjartanu þegar Svala kom með þetta til okkar. Nú getum við viðhaldið þessum hlýindum með góðum bolla af heitu kaffi, plastmálin verða aflögð." sagði Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri
"Svala er ein af tveimur konum í liðinu. Það er gott að hafa konur með okkur karlrembunum, þær koma með aðra vinkla á málin og sjá þetta allt í öðru ljósi en við." sagði Kristján að lokum við blaðamann.