þriðjudagurinn 23. september 2008

Meirapróf bílstjóra

Þráinn Elíasson, ökukennari Selfossi undir stýri á gömlum slökkvibíl í USA-bænum Spanish Fork.   Mynd Eiríkur Þ Sigurjónsson , kórferð 2005.
Þráinn Elíasson, ökukennari Selfossi undir stýri á gömlum slökkvibíl í USA-bænum Spanish Fork. Mynd Eiríkur Þ Sigurjónsson , kórferð 2005.
1 af 5

Eitt af stærri vandamálum hlutastarfandi slökkviliðs (Slökkvilið þar sem slökkviliðsmenn hafa ekki slökkvistörf sem aðalvinnu) er hvað margir einstaklingar hafa ekki hlotið meirabróf bílstjóra.
Margir sem taka að sér slökkvistörf fyrir sveitarfélagið sitt hafa ekki endilega áhuga á að leggja í kostnað vegna meiraprófs. Kostnaður vegna töku meiraprófs er  u.þ.b 200  þús. + vinnutap + kostnaður vegna prófsins.

Kennslustundir er u.þ.b. 90.

Svo er komið að mörg slökkvilið á landsbyggðinni hafa ekki nema rúmlega helming liðsmanna með meirapróf og þar af leiðandi mega þeir ekki aka slökkvibílum.

Þetta er vandamál sem Félag slökkviliðsstjóra Íslandi (FSÍ) hefur tekið upp og mun leita leiða til að bæta úr þessu vandamáli.
Ein leiðin er að freysta þess að sækja styrki til ríkis, sveitarfélaga eða stéttarfélaga til að lágmarka kostnað einstaklinga sem vilja taka prófið. Annar kostur er sá að fara þess á leit við yfirvöld ökuréttindamála að slökkviliðsmenn fái leyfi til að taka ökupróf á viðkomandi slökkvibíl, svipað og þegar tekið er próf á vinnuvél.

Er það einlæg von forráðamanna slökkviliða í landinu að unnið verði að lausn sem allir geti vel við unað.