Pétur Pétursson miðvikudagurinn 8. júlí 2015

Mengunaróhapp í Hveragerði 7.júlí 2015

1 af 3

Slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu í Hveragerði voru boðaðir út uppúr kvöldmat í gær vegna olíu er lekið hafði af bifreið. Olían var hreinsuð upp með þar til gerðum upphreinsiefnum sem slökkviliðið hefur yfir að ráða.

 

Slökkviliðsmönnum barst óvæntur liðsauki frá yngri kynslóðinni en þar var um að ræða hann Eyvind Svein Lárusson sem sá til þess að vinna á vettvangi gengi greiðlega og fagmannlega fyrir sig með dyggri stjórnun :)