miðvikudagurinn 20. ágúst 2008

Mikill eldur í dekkjastæðu við Gangheiði

Mikill eldur logaði er slökkviliðsmenn bar að garði | mynd tekin á farsíma
Mikill eldur logaði er slökkviliðsmenn bar að garði | mynd tekin á farsíma
1 af 2

Slökkvilið Brunavarna Árnessýslu var kallað út laust fyrir klukkan hálf þrjú í nótt vegna elds sem kom upp í dekkjastæðu sem stendur við Gangheiði á Selfossi. Þegar slökkvilið kom á vettvang logað mikill eldur í drekkjastæðunni. Fljótlega gekk þó að slá á eldinn en til þess var notuð m.a. slökkvifroða . Eiginlegu slökkvistarfi var svo lokið rúmlega klukkustund eftir að útkall barst, en þá tók við frágangur og vinna við að hreinsa vettvang. Hjólaskófla var fenginn á staðinn til að róta í dekkjastæðunni svo hægt væri að slökkva í glæðum. Eldsupptök eru ókunn en leiða má þó líkum að því að kveikt hafi verið í stæðunni þar sem ekkert rafmagn var nærri henni. Eignatjón er óljóst.