
Námskeið í Endurlífgun og meðferða sjálfvirkra hjartastuðtækja 11.1.2016
Í gærkvöldi var haldið námskeið fyrir slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Endurlífgun, sárameðferð, notkunar sjálfvirkra hjartastuðtækja og samstarfi við sjúkraflutningamenn á slysavettvangi. Sérstaklega var farið yfir virkni og notkun hjartastuðtækis sem kvenfélög Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps færðu Brunavörnum Árnessýslu að gjöf í lok síðasta árs.
Þetta var annað námskeiðið af þremur sem haldin verða af þessari gerð fyrir slökkviliðsmenn í þessum mánuði.
Höskuldur Friðriksson, varðstjóri hjá sjúkraflutningum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands sá um kennslu námskeiðsins en hann hefur áratuga reynslu sem bráðatæknir bæði hér á Íslandi og í USA þar sem hann bæði lærði og starfaði um árabil.
Vel var mætt á námskeiðið en að þessu sinni var ríkjandi fjöldi frá Þorlákshöfn og Hveragerði. Eitt námskeið af þessu tagi er eftir í mánuðinum en það verður haldið á Flúðum miðvikudagskvöldið 20 janúar næstkomandi.