
Námskeið í Endurlífgun og meðferða sjálfvirkra hjartastuðtækja 7.1.2016
Í gærkvöldi var haldið námskeið fyrir slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu í Endurlífgun, sárameðferð, notkunar sjálfvirkra hjartastuðtækja og samstarfi við sjúkraflutningamenn á slysavettvangi. Sérstaklega var farið yfir virkni og notkun hjartastuðtækis sem kvenfélög Villingaholtshrepps, Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps færðu Brunavörnum Árnessýslu að gjöf í lok síðasta árs.
Þetta var fyrsta námskeiðið af þremur sem haldin verða af þessari gerð fyrir slökkviliðsmenn í þessum mánuði.
Styrmir Sigurðarson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi sá um námskeiðið að þessu sinni en gert er ráð fyrir að Höskuldur Friðriksson, varðstjóri hjá sjúkraflutningum HSU á Suðurlandi muni kenna hin tvö námskeiðin.
Námskeiðið var virkilega gott og gagnlegt þar sem menn bæði rifjuðu upp áðurfengna þekkingu og bættu við sig nýrri.