Brunamálaskóli Mannvirkjastofnunnar hélt svokallað „námskeið 3“ fyrir slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu um síðastliðna helgi.

Námskeiðið er eitt af fimm námskeiðum sem hlutastarfandi slökkviliðsmenn þurfa að taka samkvæmt reglugerð til þess að geta starfað sem slíkir.

Á þessu námskeiði var sérstök áhersla lögð á björgunartækni, verðmætabjörgun, hnúta og bönd, notkun stiga, akstu, staðsetningu og vatnsöflun.

Námskeiðið var í allastaði vel heppnað og kunnum við leiðbeinendum Brunamálaskólans okkar bestu þakkir fyrir flotta kennslu og fagleg vinnubrögð.