Síðastliðin laugardag kom góður hópur slökkviliðsmanna Brunavarna Árnessýslu saman til þess að æfa fyrir verklegt próf hjá Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunnar.

Þessir menn kláruðu bóklega hluta fjarnáms Brunamálaskólans á vordögum 2015 og hafa einbeitt sér að verklegum æfingum innan slökkviliðsins síðan. Verklega prófið er á næstu grösum en þá munu prófdómarar Mannvirkjastofnunnar meta hæfni þeirra og getu til slökkvistarfa.

Hjá Brunavörnum Árnessýslu eru engir nýir slökkviliðsmenn lengur skráðir á útkallslista sem ekki hafa lokið grunnnámi Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunnar. Stjórnendur BÁ leggja á það mikla áherslu að nýir slökkviliðsmenn hafi grunnþekkingu á starfinu og geri sér grein fyrir hættum sem því fylgja með öryggi og velferð þeirra að leiðarljósi.

Meðfylgjandi myndir eru frá æfingunni.