1 af 2

Nemarnir okkar hjá BÁ eru í dag að undirbúa sig fyrir verklegt próf sem fer fram á morgun. Munu prófdómarar frá Mannvirkjastofnun mæta á svæðið og taka út þá verkþætti sem þeir verða prófaðir í. Á meðfylgjandi myndum má sjá þá félaga undirbúa sig og æfa fyrir tímatöku í að koma sér í eldgalla og setja á sig reykköfunartæki. Gallarnir og tækin verða að vera þannig á sett að það sé óaðfinnanlegt með tilliti til þess að líf þeirra og heilsa sé varin við þær ómögulegu aðstæður sem þeir vinna við í brennandi byggingum.