mánudagurinn 17. nóvember 2008

Neyðaraksturs-námskeið

Þórður Bogason
Þórður Bogason
1 af 5
 

Neyðaraksturs-námskeið

 

Í síðustu viku fór fram hjá Brunavörnum Árnessýslu námskeið (fyrirlestur) um akstur neyðarbíla. Fimmtíu og tveir einstaklingar sóttu námskeiðið,  slökkviliðsmenn víða úr sýslunni og sjúkraflutningsmenn úr Árnes- og Rangárvallasýslu.

 

Ökukennarinn og slökkviliðsmaðurinn (varðstjóri) hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis, (SHS) Þórður Bogason, hafði veg og vanda af námskeiðinu. Hann fór yfir öll helstu atriði neyðaraksturs, lög þar af lútandi og skildur þeirra sem aka í neyðartilfellum. Að mörgu þarf að hyggja þegar ekið er í neyðartilfellum. Hraðinn verður að vera í samræmi við aðstæður, reynst getur erfitt að stöðva t.d. þungann slökkvibíl mjög skyndilega. Einnig er beyting hljóðmerkja ekki einfalt mál til að koma óviðbúnum vegfarendum í skilning um að víkja fyrir neyðarbíl. Þetta og fjölmargt annað var farið yfir á námskeiðinu sem þótti afar gott og gagnlegt.