mánudagurinn 7. apríl 2014

Norska aðferðin

Öll atriði klippuæfingarinnar könnuð gaumgæfilega.
Öll atriði klippuæfingarinnar könnuð gaumgæfilega.
1 af 8
Laugardaginn s.l. var æfing á vegum slökkviliðsins á gámasvæði Árborgar. Þar hafði verið komið fyrir fjórum bílum sem slökkviliðið fékk til að æfa klippuaðferð sem hefur fengið nafnið "Norska aðferðin" 
Kennarar komu frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis en þeir hafa notað þessa aðferð í nokkrum tilfellum.
U.þ.b. þrjátíu slökkviliðsmenn á vegum Brunavarna Árnessýslu voru á æfingunni sem tók 4 - 5 tíma.
Aðferðin fels í því að toga bílinn í sundur með sérstökum keðjum sem komið hefur verið fyrir á milli tveggja bíla (slökkvibíla)
Síðan er klippt á helstu staði sem halda bílnum saman og við það glennist skemmdi bíllinn upp á mjög fljótvirkan máta.
Slökkviliðsmenn eru s.s. alltaf að huga að því að koma slösuðum einstaklingum sem fyrst á sjúkrahús til aðhlynningar.
Ekki er alltaf mögulegt að beita þessari aðferð, en þá er gripið til annara úrræða.