miðvikudagurinn 7. október 2015

Ný brú á Ölfusá ?

Skipið Trölli siglir á Ölfusá
Skipið Trölli siglir á Ölfusá
1 af 3

Slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu stendur við bakka Ölfusár. Síðustu daga hafa átt sér stað undur og stórmerki rétt við glugga slökkvistöðvarinnar, þeirra glugga sem snúa að ánni.

Þar gefur að líta öðru hvoru stórir bílar, stórt skip á vagni og öflugur jarðbor á vagni. Hvað var í gangi ? Við gáfum okkur tíma í hádeginu og könnuðum málið.

Um er að ræða starfsmenn fyrirtækis Árna Kópssonar, hins landskunna athafnamanns, sem eru að fara með jarðbor út í eyjuna í Ölfusá til að bora þar niður og kanna jarðlög vegna fyrirhugaðar brúagerðar. Þetta eru þessir kappar að vinna fyrir Vegarerðina, en þar á bæ er örugglega verið að forvinna gögn vegna nýrrar brúar yfir Ölfusá ofan við slökkvistöðina.