Ný slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Árnesi er nú óðum að taka á sig mynd. Slökkvistöðin verður afhent innan tíðar fullbúin til þeirrar starfsemi sem fyrirhuguð er þar en gert er ráð fyrir að slökkvibifreið, mannskaps- og tækjabifreið og dælukerra verði staðsett í stöðinni ásamt starfsmannaaðstöðu. 

Á meðfylgjandi mynd má sjá slökkviliðsmanninn og ofurmúrarann Jóhann Gunnar Friðgeirsson þar sem hann er að slípa gólfplötu slökkvistöðvarinnar.