mánudagurinn 17. nóvember 2008

Ný slökkvistöð á Sefossi ?

 

Lítið er að frétta af flutningsmálum slökkviliðsins í nýja slökkvistöð á Selfossi.

Starfsmenn Nýja Glitnis hafa haft spurningu stjórnar Brunavarna Árnessýslu og forráðamanna Heilsugæslu Suðurlands til umhugsunar síðustu daga.

Spurningin snýr að því hvort tryggt sé að byggingafélag Björgunarsveitar Árborgar geti tryggt umsamið leiguverð, en byggingafélagið hefur staðið að byggingu hússins.

Ljóst er að byggingarkostnaður hefur farið mjög mikið fram úr áætlunum og samkvæmt upplýsingum frá formanni björgunarfélagsins, ekki ljóst hvort félagið geti staðið undir rekstri hússins. Samningur sá sem nú er til skoðunnar er til 25 ára.

Vonast er til að málin skýrist í komandi viku.