fimmtudagurinn 6. nóvember 2008

Ný slökkvistöð í Hveragerði

Bæjarstjórnarfólk í Hveragerði við vígslu slökkvistöðvarinnar.
Bæjarstjórnarfólk í Hveragerði við vígslu slökkvistöðvarinnar.
Ný slökkvistöð í Hveragerði var vígð í dag. (6.11.2008) Um er að ræða iðnaðarhús við Austurmörk 20 sem gert hefur verið upp og því orðin hin glæsilegast slökkvistöð.
Í ræðu sem slökkviliðsstjóri hélt við vígsluna kom m.a. fram að húsið væri byggt  í kringum 1980 og hefði til staðið að láta það víkja fyrir nýjum byggingum. Svo fór ekki og skipulagið lagt til hliðar að sinni og því lag að koma stöðinni fyrir í húsnæðinu.
Allur floti Hvergerðinga kemst ágætlega fyrir í húsinu ásamt starfsmannaaðstöðu, kaffi og fundarsal, sauna og böðum og búningaaðstöðu.  Við þetta tækifæri gaf Eimskipafélagið slökkviliðinu fjóra notaða gáma til æfinga í reykköfun, SHS rétti slökkviliðinu eina Tetra talstöð og VÍS tók þátt í kaupum á mannskapsbíl.
Bæjarstjóri flutti slökkviliðinu kveðjur frá bæjarstjórn og bæjarbúum og prestur staðarins vígði húsið með fallegri ræðu og blessunarbæn. Bæjarstjórn bauð síðan upp á Kaffi,kók,snittur og ístertu.
VIÐ ÓSKUM HVERGERÐINGUM TIL HAMINGJU MEÐ SLÖKKVISTÖÐINA !