Það er alltaf gaman að fylgjast með hvað er að gerast hjá öðrum slökkviliðum, bæði hér heima sem og í öðrum löndum.
Þessa frétt veiddum við af vef Eldvarnamiðstöðvarinnar en þar er verið að segja frá nýrri slökkvibifreið á flugvellinum í Osló.
Bifreiðin er ein sú allra fullkomnasta og kemur frá Egenes Brannteknikk AS í Flekkefjörð en þaðan hafa komið all nokkrar slökkvibifreiðar hingað til lands.
Bifreiðin er útbúin með slökkvibúnaði og kerfi frá Rosenbauer, öflug brunadæla, sjálfvirkt froðukerfi, rafstýrðum úða og froðubyssum á þaki og að framan. CAFS slökkvikerfi og Xenon ljósamastri.
Þessa frétt veiddum við af vef Eldvarnamiðstöðvarinnar en þar er verið að segja frá nýrri slökkvibifreið á flugvellinum í Osló.
Bifreiðin er ein sú allra fullkomnasta og kemur frá Egenes Brannteknikk AS í Flekkefjörð en þaðan hafa komið all nokkrar slökkvibifreiðar hingað til lands.
Bifreiðin er útbúin með slökkvibúnaði og kerfi frá Rosenbauer, öflug brunadæla, sjálfvirkt froðukerfi, rafstýrðum úða og froðubyssum á þaki og að framan. CAFS slökkvikerfi og Xenon ljósamastri.