E-vaktin hjá Brunavörnum Árnessýslu brá undir sig betri fætinum í hádeginu í dag og fór út að borða. Fyrir valinu varð veitingastaðurinn í Þrastalundi þar sem bornar voru fram fyrirmyndar eldbakaðar flatbökur sem glöddu svanga maga. Tilefnið var ærið en tveir meðlimir af E-vaktinni voru formlega að ljúka eldvarnaeftirlitsnámi frá Brunamálaskóla Mannvirkjastofnunar og munu í framhaldi af því taka stöðu verkefnastjóra á forvarnasviði BÁ. Við þessi tímamót voru þeim Unnu Björg Ögmundsdóttur og Þórarni Magnússyni formlega afhent útskriftarplögg frá Brunamálaskólanum auk þess sem tignarmerki á öxlum þeirra voru uppfærð til samræmis við nýjar starfsstöður.