laugardagurinn 20. september 2008

Nýjar talstöðvar !!!

Mynd tekin á farsíma
Mynd tekin á farsíma
1 af 2
 Unnið er að því hörðum höndum á slökkvistöð á Selfossi að tengja nýju Tetra og VHF talstöðvarnar. Snorri Baldursson, varaslökkviliðsstjóri hefur veg og vanda að því verki.

Um daginn fór hann með eitt bretti af talstöðvum upp á Laugarvatn til að koma því fyrir í slökkvibílnum þar. Guðmundur B. Böðvarsson varðstjóri var í stöðinni og brugðu þeir á leik og léku formlega afhendingu með tilheyrandi myndatöku, handabandi og brosi.

Þegar lokið hefur verið við uppsetningu stöðvanna er ljóst að verulegt átak hefur átt sér stað í fjarskiptamálum slökkviliðsins.