Brunavarnir Árnessýslu hefur á að skipa 120 slökkviliðsmönnum sem eru dreifðir á allar átta stöðvar liðsins í Árnessýslu.
Alltaf er einhver endurnýjun á mönnum, breytt vinnumunstur þeirra og margt annað spilar inn möguleika manna að stunda hlutastarfandi slökkviliðsstörf.
Nú eru nokkrir ungir menn með áhuga á að ganga til liðs við slökkviliðið.
Í gærkvöldi (26.2.) komu þeir á kynningafund um slökkviliðið í fundar og kennslusal liðsins að Árvegi 1 Selfossi.
Þar fór Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri yfir rekstur Brunavarna Árnessýslu og skyldur og réttindi slökkviliðsmanna. Frábært erindi sem Pétur hefur búið í „Power point“ form.
Einnig fór Lárus Guðmundsson, fræðslustjóri liðsins, yfir fjarnámið og verklegar æfingar.
Að loknu erindi skrifuðu nýliðarnir undir eins árs ráðningasamning.
Ef þeir halda áfram að þeim tíma liðnum verður undirritaður ráðningasamningur til lengri tíma.