föstudagurinn 3. nóvember 2017

Nýliðar í inntökuferli

Nýliðar hjá Brunavörnum Árnessýslu

Um þessar mundir eru umsækjendur hjá Brunavörnum Árnessýslu á fullu í inntökuferlinu.

Hluti af inntökuferlinu er þrekpróf. Arndís Tómasdóttir tók þrekprófið um daginn og stóðst það með glans. Hún sýndi það að konur eiga fullt erindi í slökkvilið (en við vissum það nú alveg).


Við hjá Brunavörnum Árnessýslu erum mög ánægð með að Arndís verði í útkallsliðinu okkar en nokkuð langt er síðan við höfum haft slökkviliðskonu innan okkar raða. Vonandi er þetta bara byrjunin á því sem koma skal.