Brunavarnir Árnessýslu munu á morgun, föstudaginn 11.08.2017 kl. 13:00, taka í notkun nýjan dælubíl í Björgunarmiðstöðinni Selfoss.
Síðustu vikur hafa farið í að kenna slökkviliðsmönnum á bílinn og standsetja hann.
Dælubíllinn er einkar glæsilegur og sómi af að fá til viðbótar við tækjakost okkar í Brunavörnum Árnessýslu.