föstudagurinn 12. desember 2014

Nýr klippubúnaður í Ölfus

Glennur opnast um 686mm með 21 tonna afli við brún en 25mm neðan við brún með 7,4 tonna afli. Lokunaraflið er 6,6 tonn. Vegur aðeins 18,1 kg.
Glennur opnast um 686mm með 21 tonna afli við brún en 25mm neðan við brún með 7,4 tonna afli. Lokunaraflið er 6,6 tonn. Vegur aðeins 18,1 kg.
1 af 5

Tækin eru sérstaklega sterk og ætluð m.a. til að ráða við stór vinnutæki og þunga hluti.

Klippurnar klippa með 104 tonna átaki og glennur lyfta 21 tonna afli.
Búnaðurinn allur kostar 8.5 milljónir króna.

Nýja settið verður staðsett í slökkvibílnum í Þorlákshöfn og eru slökkviliðsmenn þar þegar byrjaðir að æfa meðferð á tækjunum.

Með tilkomu þessara tækja eykst til muna öryggi íbúa og vegfarenda í Ölfussi og Árnessýslu allri.

T.d. er ekki síst verið að horfa til umferðaaukningar um Suðurstrandaveg
Samkvæmt reglugerð um starfsemi slökkviliða þá eiga að vera klippur í öllum útkallsbílum slökkviliðs, átta bílar slökkviliðs BÁ eru með klippubúnaði eða í öllum átta stöðvum liðsins í sýslunni.