þriðjudagurinn 26. ágúst 2008

Nýr mannskapsbíll

Nýji Tvisturinn
Nýji Tvisturinn

Á næstu vikum kemur nýr mannskapsbíll til Brunavarna Árnessýslu. BÁ hefur keypt bílinn notaðan frá Þýskalandi og er von á honum til landsins með Norrænu um næstu mánaðamót. Bíllinn sem fengið hefur númerið 2 (Tvisturinn) en hugmyndir eru uppi um að setja í hann borð og bekki til að mannskapurinn hafi afdrep í vettvangsvinnu. Sex sæti eru í bílnum en að auki fylgja bekkir þannig að auðvelt er að breyta honum í 11 manna bíl. Þá verður einnig rafstöð og ljósamastur. Búið er að merkja bílinn og er hann búinn forgangsaksturbúnaði. Ljóst er að bíllinn verður mikil búbót fyrir liðið.