miðvikudagurinn 8. desember 2010

Nýr varðstjóri á Selfossi

Nýr varðstjóri hefur nú verið ráðin á Selfossi.

Mörg ykkar kannast örugglega við hann en hann hefur starfað í fjölda ára í faginu.

Hann heitir Halldór Ásgeirsson og er búsettur í Hveragerði. Hann hefur starfað sem varðstjóri í Slökkviliðið Hveragerðis í fjölda ára og hefur hann menntað sig töluvert á þessu sviði. Hann hefur til að mynda tekið öll hlutastarfandi námskeið Brunamálastofnunnar sem og slökkviliðsmaður 1 og 2 í atvinnu slökkviliðsmannanáminu Íslenska (í gamla kerfinu). Hann hefur sótt stjórnendanám fyrir slökkviliðsmenn í Svíþjóð sem og stjórnendanám hér á Íslandi á vegum Brunamálastofnunnar. Halldór hefur einnig mikla vettvangsreynslu hvort sem um er að ræða eld, klippuvinnu eða dælingar.

Halldór mun taka við varðstjórastöðunni af Berki Brynjarssyni á C-vakt, sem mun þó áfram starfa með Brunavörnum Árnessýslu.
Varðstjóri C-vaktarinnar tekur næstu vaktartörn á Selfossi sem hefst þriðjudaginn 19 október. Börkur mun taka hana að sér á meðan að Halldór er að koma sér inní hlutina hér.

Ég vil nota tækifærið og þakka Berki fyrir góð störf sem varðstjóri þann tíma sem hann hefur starfað hjá okkur sem slíkur og fagna því að hafa hann áfram í liðinu hjá okkur þrátt fyrir að hann hafi ekki lengur tök á því að starfa sem varðstjóri.


Pétur Pétursson, varaslökkviliðsstjóri