Klippuaflið er rúmlega 100 tonn
Klippuaflið er rúmlega 100 tonn
Bifreiðaframleiðendur auka endalaust styrk burðarbita og yfirbygginga í framleiðslu sinni. Við þessu þurfa framleiðendur björgunartækja að bregðast og Holmatro kemur nú með á markað öflugri klippur sem nefnast CU4055 NCT II


Klippurnar klippa með 103,8 tonna afli og opnast um 202 mm. Opnunin er aukin til að ná utan um sífellt þykkari bita.

Þyngdin er 19,6 kg. þ.e. ef Core slanga (einnar slöngu kerfið) er tengd, en ef gamla tengikerfið er notað vega klippurnar 20,7 kg. Hægt er að klippa 41mm járnstöng.


Til samanburðar má geta þess, að öflugustu klippurnar fram að þessari gerð eða CU4050 NCT II opnast um 181 mm og klippa með 95 tonna afli. Þá gerð eiga þó nokkur slökkvilið hér.

Efni tekið af heimasíðu Eldvarnamiðstöðvarinnar.