Pétur Pétursson föstudagurinn 2. október 2015

Október æfingar Brunavarna Árnessýslu 2015

Á október æfingum hjá Brunavörnum Árnessýslu verður kastljósinu beint að reykköfunartækjum (öndunarvörn), notkun þeirra, frágangi og þrifum. Einnig verður farið sérstaklega yfir fjarskipti reykkafara með þeim fjarskiptabúnaði sem þeir hafa.

Í gærkvöldi var fyrsta æfingin í þessari seríu haldin á slökkvistöðinni í Hveragerði. Þar komu saman slökkviliðsmenn af slökkvistöðvum BÁ frá Hveragerði, Þorlákshöfn, Selfossi og Laugarvatni.

Meðfylgjandi myndir veita örlitla innsýn í æfinguna.