fimmtudagurinn 20. maí 2010

Öskugráir slökkviliðsmenn í Vík

Aðstæður oft erfiðar
Aðstæður oft erfiðar
1 af 10
Slökkviliðsmenn frá BÁ hafa verið við vinnu síðustu helgar á svæðinu undir Eyjafjallajökli við hreinsun á ösku sem hefur verið að gera mönnum lífið leitt. Liðsmenn frá Bláskógabyggð-Gnúpverjahreppi og frá Selfossi hafa tekið þátt í þessari vinnu sem oft á tíðum var erfið og skítug. Um síðustu helgi gekk vel að hreina hús í Vík og var bærinn litríkari eftir heimsókn slökkviliðsmanna sem og annarra hjálparliða.
Myndir tók Grétar Árnason, varðstjóri BÁ.