þriðjudagurinn 27. apríl 2010

Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri BÁ

Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri BÁ
Pétur Pétursson varaslökkviliðsstjóri BÁ
Stjórn Brunavarna Árnessýslu kom saman s.l. föstudag og fór yfir umsóknir þær sem borist hafa vegna stöðu varaslökkviliðsstjóra.
Ellefu sóttu um stöðuna. Viðtöl fóru fram við fimm umsækjendur.

Niðurstaða stjórnar var þessi:
Stjórnar BÁ ákvað að ganga til samninga um stöðuna við einn umsækjanda, Pétur Pétursson.
Ellefu sóttu um stöðuna.

--------------------------------------------------------------

Pétur Pétursson hefur verið slökkviliðsmaður hjá slökkviliði Hveragerðis til fjölda ára. Varðstjórastöðu hjá slökkviliði Hveragerðis hefur hann verið í ellefu ár.
Einnig hefur hann starfað sem slökkviliðsmaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðis í fimm ár.
Samhliða störfum hjá Shs var Pétur hjá slökkviliði Keflavíkurflugvallar um tíma.
Hjá Shs. tók hann að sér að skipuleggja kafaradeild innan Shs. en Pétur er lærður kafari.
Lítið fyrirtæki í köfun hefur hann rekið að undanförnu.
Hann starfaði einnig sem sjúkraflutningsmaður hjá Shs.og einnig hefur hann gripið í þau störf á Suðurlandi.
Pétur hefur starfað tvö ár sem lögregla.
Pétur er lærður garðyrkjufræðingur og einnig hefur hann lokið grunndeild málmiðnaðar.
Hann hefur meirapróf bílstjóra og enskunám hefur hann stundað í Englandi.
Einnig hefur hann sótt fjölmörg námskeið sem tengjast starfi slökkviliðsmanns, þ.á.m. hefur hann stundað nám eldvarnafetirlitsmanns á vegum Brunamálastofnunar.
Pétur er búsettur í Hveragerði, hann er giftur Baldvinu Ýr
Hafsteinsdóttur, hjúkrunarfræðingi, deildarstjóra lyflækningadeildar hjá Hsu á Selfossi. Eiga þau þrjár dætur.

Pétur hefur störf hjá BÁ eftir rúman mánuð.