Pétur Pétursson miðvikudagurinn 14. nóvember 2018

Pétur færir Pétri mynd að gjöf

Pétur Gabríel Gústavsson, 18 ára nemandi í Fjölbrautarskóla Suðurlands, færði Pétri Péturssyni slökkviliðsstjóra BÁ mynd að gjöf sem hann hafði sjálfur gert. 

Pétur Gabríel er mikill áhugamaður um slökkvilið og brunavarnir almennt og vildi sýna það í verki með þessari flottu gjöf. 

Við færum honum okkar bestu þakkir fyrir velviljann og þann tíma og vinnu sem hann lagði í verkið.