Pulsupartý var hjá slökkviliði B Á um síðustu helgi en þá var liðsmönnum og fjölskyldum þeirra boðið í pylsuveislu á slökkvistöðinni, enda tilefnið ærið þar sem nýji mannskaps-bíllinn, Tvisturinn (Bíll 2) , er kominn til landsins og í hús hjá BÁ.
Fjölmargir mættu og gæddu sér af grillinu og skoðuðu nýja bílinn.