þriðjudagurinn 15. júní 2010

RAUÐI HANINN allur.

Stórsýningunni Rauði HANINN í Þýskalandi er lokið. Sýningin er ein stærsta sinnar tegundar í heiminum, haldin fimmta hvert ár.   Það sem sýnt er hverju sinni er nánast allt sem viðkemur viðbragðs- og björgunaraðilum.
Sýningin var að þessu sinni í Leipzig í Þýskalandi frá 7-12. júní s.l.
Fjölmargir einstaklingar frá Íslandi sóttu síninguna heim, þar á meðal fimm slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu.
Þeir fóru á vegum Landssambands slökkviliðsmanna, voru þeir ánægðir með það sem fyrir augu bar og komu heim með fjölda upplýsinga um stöðu mála úr slökkvigeiranum í dag.

Þeir sem áhuga hafa að skoða þetta frekar geta farið inná heimasíðu sýningarinnar     http://www.interschutz.de/homepage_e
eða skoðað heimasíðu Eldvarnamiðstöðvarinnar    www.olafurgislason.is