Kl. 10.10 í morgun (21.5.2013) komu boð frá Neyðarlínunni þar sem eldur væri laus í bíl við steypustöðina við Hrísmýrarklett á Selfossi.
Aðalbíll slökkviliðsins með slökkviliðsmenn innanborðs fór á staðinn.
Þegar þangað var komið var ekki mikill eldur í tækinu en augljóst að einhver aðskotahlutur (járn) hafði komist milli póla á rafgeymum bílsins þannig að þeir tveir sem í bílnum voru sprungu með tilheyrandi reyk og sýruslettum.
Slökkviliðsmenn þryfu vettvang.