föstudagurinn 2. mars 2012

Rafmagnstafla brennur

Hér hugar starfsmaður veitna að töflunni eftir að slökkt var í eldinum í henni.
Hér hugar starfsmaður veitna að töflunni eftir að slökkt var í eldinum í henni.
Rafmagnstafla brennur

Útköllin geta verið margvísleg, í fyrradag komu boð þess efnis að rafmagnstafla sem stendur við Olís á Selfossi stæði í ljósum logum.
Slökkviliðsmenn fóru á staðinn ásamt lögreglu og starfsmanni rafveitna.
Jú mikið rétt taflan logaði, rafmagn var rofið og slökkt í glæðum.
Orsök sennilega út frá lausri tengingu sem myndaði núning og fór sem fór.
Það er ávalt nokkuð hættulegt að fást við rafelda en slökkviliðsmenn eru vissir um handbrögðin og vinna þessi störf að kunnáttu ásamt þeim aðilum öðrum sem til þessarar vinnu eru kallaðir og eru kunnáttumenn á þessu sviði.

Myndir með þessari frétt tók Þórir Tryggvason, varðstjóri BÁ