mánudagurinn 20. september 2010

Reykkofi brann

Svona var aðkoman
Svona var aðkoman
1 af 9
Kl. 15.43 í dag fékk slökkviliðið boð frá Neyðarlínunni þess efnis að eldur væri laus í reykkofa við Arnarbæli í Grímsnesi.
Mannskapurinn fór strax af stað með dælubll, vatnsbíl, varðstjórabíl og mannskapsbíl.
Þegar að var komið logaði glatt í kofanum.
Hann brann niður, en það tókst að verja nærliggjandi kofa og gróður.
Eigandi kofans átti forláta gröfu undir húsvegg og slökkviliðsmenn fengu afnot af henni við að komast að glóð í torfinu og slökkva glóðina og þann eld sem kraumaði undir brakinu.
Myndir> Þórir Tryggvason.