Pétur Pétursson þriðjudagurinn 25. október 2016

Reykköfunaræfing á Laugarvatni 12.10.2016

1 af 2

Slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu frá Laugarvatni, Selfossi og Þorlákshöfn hittust á Laugarvatni miðvikudagskvöldið 12.október til þess að æfa hvernig skal haga inngöngu í brennandi hús, notkun slökkvivatns með til slökkvistarfa og skýlingar auk þess sem köld reykköfun var æfð við krefjandi aðstæður. 

Haukur Grönli varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu leiðbeindi slökkviliðsmönnum um stillingu og notkun á þróuðum slökkvistútum og kom þar með bæði nýjan og gamlan sannleika fyrir slökkviliðsmenn. Ávallt er gott að rifja upp og fletta í reynslubankanum.