sunnudagurinn 3. október 2010

Reykköfunaræfing á Selfossi

Laugardaginn 2.október var haldin reykköfunaræfing á Selfossi. Æfingin fór fram í kjallara slökkvistöðvarinnar við Árveg 1 Selfossi, æfingin var byggð upp sem útkall og fólst í því að 3 menn voru "týndir". Fundust mennirnir allir en nokkrir reykkafarar lentu í "vandræðum" og þurfti einnig að leita að þeim og bjarga þeim út, tókst æfingin í alla staði mjög vel.