Í Gærkvöldi æfðu slökkviliðsmenn Brunavarna Árnessýslu reykköfun. Æfingin var svokölluð „köld reykköfunaræfing“ þar sem sýn manna var ýmist byrgð að öllu leiti eða skert til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum í brennandi byggingum án hitans þó. Á æfingum sem þessum er lögð áhersla á leitartækni, rötun, fjarskipti, stjórnanda reykkafara og meðferð reykköfunartækja. Notkun hitamyndavélar til rötunar í engu skyggni var einnig æfð en þá voru svartir ruslapokar settir fyrir höfuð reykkafaranna og hitamyndavélin höfð inní pokanum þannig að menn gætu horft í hana.

Æfingin var haldin á Laugarvatni og komu þar saman slökkviliðsmenn frá Laugarvatni, Stokkseyri, Þorlákshöfn og Selfossi.

Flott æfing í alla staði þar sem mönnum gafst gott tækifæri til þess að skerpa á tækninni.