Reykköfun slökkviliðsmanna er talin vera hættulegasta vinna sem unnin er á friðartímum.
S.s. það er hættulegra að vera hermaður.
Til að tryggja öryggi þeirra slökkviliðsmanna sem starfa sem reykkafarar er alltaf verið að finna nýjar aðferðir, tæki og æfingar.
Eitt atriðið er að huga að þeim tíma sem hver kafari getur verið inn í reyk og hita í brennandi húsi.
Mjög misjafnt er hvað hver og einn getur verið lengi inni, það fer eftir því hvernig menn nýta loftið og einnig hvernig menn eru stemmdir þegar þeir kafa.
20 mín er algengt miðað við það loftmagn sem pressað er í 300 bar. loftkúta sem þeir bera á bakinu.
Reykköfunartafla er eitt tækið sem notað er til að tryggja vinnuna enn frekar. Þar sér stjórnandi kafara hvernig tímanum líður hjá hverjum og einum eftir að upplýsingum er komið á töfluna um leið og viðkomandi fer inn í húsið.
Reykköfunartöflur kosta töluverða peninga, allt að 500 þúsund krónur þær fullkomnustu.
Algengt verð er u.þ.b. 300 þús. - 350 þús.
S.s. það er hættulegra að vera hermaður.
Til að tryggja öryggi þeirra slökkviliðsmanna sem starfa sem reykkafarar er alltaf verið að finna nýjar aðferðir, tæki og æfingar.
Eitt atriðið er að huga að þeim tíma sem hver kafari getur verið inn í reyk og hita í brennandi húsi.
Mjög misjafnt er hvað hver og einn getur verið lengi inni, það fer eftir því hvernig menn nýta loftið og einnig hvernig menn eru stemmdir þegar þeir kafa.
20 mín er algengt miðað við það loftmagn sem pressað er í 300 bar. loftkúta sem þeir bera á bakinu.
Reykköfunartafla er eitt tækið sem notað er til að tryggja vinnuna enn frekar. Þar sér stjórnandi kafara hvernig tímanum líður hjá hverjum og einum eftir að upplýsingum er komið á töfluna um leið og viðkomandi fer inn í húsið.
Reykköfunartöflur kosta töluverða peninga, allt að 500 þúsund krónur þær fullkomnustu.
Algengt verð er u.þ.b. 300 þús. - 350 þús.
Félagarnir Þórir Tryggvason og Ingvar Sigurðsson frá Selfossi tóku sig til á dögunum og smíðuðu fullkomið reykköfunarborð sem kostar brot af þeim kostnaði sem hér að ofan er talinn. Frábær vinna hjá þeim félögum.
Nú er verið að huga að æfingum á borðið og einnig að smíða fleiri fyrir allar starfsstöðvar BÁ í Árnessýslu. (Þorlákshöfn-Selfoss-Laugarvatn-Stokkseyri-Reykholt-Árnes)