fimmtudagurinn 16. júlí 2015

Reykur frá lyftara 16. júlí 2015

Lyftari. Myndin er ekki af lyftara sem um ræðir.
Lyftari. Myndin er ekki af lyftara sem um ræðir.
Í morgun voru slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Árnessýslu kvaddir að frystigeymslu að Heiðargerði 5 í Flóahreppi. Um er að ræða geymslu frá Kjötmjölinu. Viðvörunarkerfi gaf til kynna að huga þyrfti að húsinu. Í ljós kom að svo virðis að lyftari hafi verið í gangi um nóttina. S.s. gleymst að drepa á honum.. Frá vél lyftarans kom mikið magn af sóti og reyk sem varð til þess að kerfið fór í gang. Unnið er að ræstingu og hreinsun á húsnæðinu.