miðvikudagurinn 31. mars 2010

Reykur í Pizza Islandia á Selfossi

Reykkafarar undirbúa inngöngu í reykfyllt húsið.
Reykkafarar undirbúa inngöngu í reykfyllt húsið.
1 af 7
S.l. mánudagskvöld, kl. 22.47 kom tilkynning frá Neyðarlínunni þess efnis að mikill reykur væri innandyra á Pizza Islandia sem staðsett er að Eyravegi 5 Selfossi. (Gömlu húsgagnaversluninni)
Allt liðs BÁ á Árborgarsvæðinu var kallað út og fóru þeir á nokkrum bílum á staðinn.
Þegar reykkafarar höfðu brotið sér leið inn kom í ljós að gleymst hafði að slökkva á ristatæki og varð af því þessi mikli reykur.
S.s. betur fór en virtist í fyrstu.
(Myndir: Magnús Hlynur)