Pétur Pétursson þriðjudagurinn 25. október 2016

Rútuslys á Þingvallavegi 25.10.2016

1 af 3

Rúta með erlendum ferðamönnum valt á þingvallavegi um klukkan korter yfir tíu í morgun. Krapi var á veginum og akstursskilyrði þar með ekki góð. 

Um fjörutíu manns voru í rútunni þegar að slysið varð. Beita þurfti björgunarbúnaði slökkviliðs til þess að ná þremur af farþegunum úr bílflakinu. 

Margir aðilar komu að björgun á vettvangi en þar má nefna Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Sjúkraflutningamenn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, Brunavarnir Árnessýslu, fjölmargar björgunarsveitir af nærliggjandi svæðum og lögregla svo einhverjir séu nefndir. 

Fimmtán af farþegum rútunnar voru fluttir á Landsspítalann en aðrir voru fluttir á fjöldahjálparstöð Rauðakrossins í Mosfellsbæ. 

Flestir farþegar rútunnar munu hafa verið Kínverskir ferðamenn.