9.júní 2015 var haldin rýmingaræfing á leikskólanum Krakkaborg sem staðsettur er á Þingborg í Flóa.

Æfingin gekk í alla staði mjög vel. Æfingin var framkvæmd með vitneskju stjórnenda leikskólans en annað starfsfólk hafði ekki vitneskju um hvað stæði til.

Í leikskólanum voru 35 börn og 15 starfsmenn. Rýmingin sjálf tók um tvær og hálfa mínútu sem er vel að verki staðið.

Að lokinni rýmingaræfingu fengu börn og starfsfólk að skoða slökkvibíl frá Brunavörnum Árnessýslu auk þess sem brugðið var á leik með vatn.

Forvarnasvið BÁ þakkar fyrir góðar móttökur.