Forvarnasvið Brunavarna Árnessýslu stóð fyrir rýmingaræfingu í leikskólanum Jötunheimum á Selfossi miðvikudaginn 3.6.2015.


Æfingin var framkvæmd án þess að starfsfólk leiksólans hefðu um hana vitneskju. Forstöðumaður leiksólans var þó eðli málsins samkvæmt með í ráðum. Æfingin var keyrð í samræmi við rýmingaráætlun leikskólans og tókst í alla staði mjög vel. Milli fjórar og fimm mínútur tók að rýma skólann frá því að bjöllur tóku að hringja og þar til að allir voru komnir út. Fjöldi leiksólabarna var 134 auk um það bil 30 starfsmanna.


Guðmundur G. Þórisson, sviðstjóri forvarnasviðs Brunavarna Árnessýslu stóð fyrir æfingunni af hálfu BÁ og var að vonum ánægður  með gang mála hjá starfsfólki leikskólans.