Fulltrúar viðbragðsaðila í Árnessýslu við undirskrift samningsins. Ljósm. KEi.
Fulltrúar viðbragðsaðila í Árnessýslu við undirskrift samningsins. Ljósm. KEi.
Samkvæmt samningi ríkislögreglustjóra við Rauða kross Íslands og slysavarnarfélagið Landsbjörg um hlutverk þeirra í heildarskipulagi hjálparliðs vegna almannavarna, sem undirritaður var í Reykjavík þann 7. mars 2012, þá beitir ríkislögreglustjóri sér fyrir því að almannavarnanefndir og lögreglustjórar annars vegar og svæðisstjórnir, sveitir og deildir Slysavarnafélagins Landsbjargar og deildir Rauða kross Íslands hins vegar, geri samning um skipun hjálparliðs, boðun þess og aðkomu að stjórnun aðgerða, sbr. lög um almannavarnir nr. 82/2008. Samningar um skipan hjálparliðs innan umdæma skulu byggja á áhættuskoðun almannavarna sem gefin var út í mars 2012 og þeim viðbragðsáætlunum sem í gildi eru.
Samningur þessi tekur til eftirfarandi svæðisstjórna, björgunarsveita og slysavarnadeilda.
Svæðisstjórn björgunarsveita í Árnessýslu.
Björgunarsveitin Mannbjörg Þorlákshöfn.
Björgunarsveitin Björg Eyrarbakka/Slysavarnardeildin björg Eyrarbakka.
Hjálparsveit skáta Hveragerði.
Björgunarfélag Áborgar Selfossi.
Hjálparsveitin Tintron Grímsnes og Grafningshreppi.
Björgunarveitin Ingunn Laugarvatni.
Björgunarsveitin Biskup Reykholti.
Björgunarfélagið Eyvindur Flúðum.
Björgunarsveitin Sigurgeir Árnesi.


Samningur þessi tekur til Lögreglustjórans á Selfossi og Almannavarna Árnessýslu
Samningur þessi fjallar um viðbrögð í aðgerðum þar sem lögreglustjóri í héraði hefur lýst yfir Háskastigi almannavarna.