1 af 3

Björgunarsveitir í Árnessýslu unnu að umfangsmikilli leit í og í kringum Hveragerði laugardaginn 17. október síðastliðinn. Til þess að færa stjórnun, rannsóknarvinnu og útdeilingu verkefna nær vettvangi hafði svæðisstjórn björgunarsveita á svæði 3 aðgang að slökkvistöð Brunavarna Árnessýslu í Hveragerði þar sem þeir dvöldu meðan á aðgerðinni stóð.

Mikilvægt er fyrir alla aðila er koma að björgunarmálum að samstarf sé gott og traust ríki milli aðila því markmið allra er starfa í þessum geira er jú það sama. Það var stjórnendum BÁ mikið ánægju efni að geta lagt aðgerðinni lið með þessum hætti.